Trilludagar voru haldnir á Siglufirði í lok júlí og meðal viðburða var að trillukarlar buðu gestum og gangandi frítt á sjóstöng út á fjörðinn, ungum sem öldnum til mikillar gleði.

Grindvíkingurinn Jón Steinar Sæmundsson var einn þeirra sem sótti Siglufjörð heim og tók þessar skemmtilegu myndir af bátum sem tóku þátt í Trilludegi.

Jón Steinar er feikna góður ljósmyndari, hafa myndir hans birts víða og jafnan vakið athygli. Jón Steinar heldur úti facebook síðu sem nefnist Báta og Bryggjubrölt, þar birtir hann myndir af bátum, skipum og sögu þeirra.

Trölli.is bendir öllum þeim sem áhuga hafa á skipum, bátum og sögu þeirra að fara inn á síðuna Báta og bryggjubrölt.

 

1765. Kristín ÓF 49.
Kristín ÓF var meðal þeirra báta sem buðu gestum hátíðarinnar Trilludagar á Siglufirði á sjóstöng út á fjörðinn.
Smíðuð í Hafnarfirði 1998 og hét upphaflega Þjótur NS.
Nafnasagan er annars svona: Aldan NK, Guðbjörg Kristín RE, Guðbjörg Kristín SH og Guðbjörg Kristín KÓ.

 

2110. Júlía SI 62.
Júlía var einn af þeim bátum sem buðu gestum Trilludaga á Siglufirði á sjóstöng út á fjörðinn um síðastliðna helgi.
Smíðuð hjá Fossplasti hf í Hveragerði 1990 og hét upphaflega Róbert RE.

 

396. Trausti EA 98.
Meðal þeirra báta sem fór með fólk í veiði á Trilludaginn var þessi öldungur. Virkilega fallegur bátur sem er vel við haldið í alla staði.
Báturinn sem er 8 brl. að stærð hét upphaflega Eyrún EA 58 var smíðaður 1954 fyrir Hríseyinga í skipasmíðastöð KEA.
1973 var báturinn seldur til Ólafsfjarðar þar sem hann fékk nafnið Sigurður Pálsson ÓF 66.
Árið 2005 var báturinn tekinn af skrá en eftir að Lúðvík Gunnlaugsson á Akureyri keypti hann árið 2009 og hóf að endurbyggja komst hann aftur á skipaskrá árið 2010 undir núverandi nafni.
0396…. Trausti EA 98.
Skipasmíðastöð: Kaupfélags Eyfirðinga Akureyri. 1954.
Lengd: 9,73. Breidd: 3,11. Dýpt: 1,25. Brúttó: 8.
Endurbyggður á Akureyri 2009 – 2010.
Mótor 1954 Lister 32 hö. Ný vél 1963 Perkins 84 hö.
Nöfnin: Eyrún EA 58. – Sigurður Pálsson ÓF 66. – Trausti EA 98.
Trausti EA 98. Útg: Lúðvík Trausti Gunnlaugsson. Akureyri. 2019.

 

396. Trausti EA 98

 

396. Trausti EA 98

 

Myndir: Jón Steinar Sæmundsson