Hindberjabaka

Deig

  • 125 g smjör
  • 1 dl sykur
  • 2 dl hveiti
  • 1 msk vanillusykur

Fylling

  • um 5 dl hindber, frosin eða fersk
  • 1 msk kartöflumjöl
  • 1 msk sykur

.

Hitið ofninn í 200°.

Setjið öll hráefnin í deigið saman í skál og vinnið saman með gaffli eða fingrunum þannig að úr verði mulningur

Blandið hindberjum, kartöflumjöli og sykri saman í annarri skál.

Smyrjið eldfast mót. Setjið hindberjablönduna í botninn og deigmulninginn yfir. Bakið við 200° í 25-35 mínútur, eða þar til bakan hefur fengið fallegan lit.

Berið bökuna fram heita með Mjúkís með pistasíuhnetum.

.

 

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit