Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Vængir Júpiters mættust á Ólafsfjarðavelli í gær í 9. umferð 3. deildar karla á Ólafsfjarðarvelli kl. 16:00.

Þar sigruðu Vængir Júpiters heimamenn með 3 – 2. Gestirnir skoruðu sigurmarkið þegar þrjár mínútur voru liðnar af uppbótartíma.

KF er í 3. sæti eftir leikinn, einu stigi á eftir Kórdrengjum.

 

Skjáskot: Úrslit.net