Þátturinn Tónlistin verður á sínum stað í dag frá klukkan 15:00 til 16:00.

Í dag heyrum við í eftirfarandi flytjendum flytja ný lög sem gefin voru út á seinustu vikum. Flytjendurnir eru Ormar, Avicii, Lizzo, Paper Dogs, Wolfgang Tillmans og Pet Shop Boys, Franz Ferdinand, Def Leppard, Draumfarir og Friðrik Dór, Hjálmar ásamt GDRN, Svavar Viðarsson og Bjarni Ómar, Tara Mobee og Love Guru.

Eitthvað er af eldri lögum á listanum líka en vegna tæknilegra örðugleika í Gestaherberginu, lánshljóðverinu þar sem þátturinn Tónlistin er venjulega sendur út, verður ekkert talað í þessum þætti.
Hlustendur eru beðnir um að njóta þess til hins ýtrasta.

Myndin hér að ofan er tekin í firðinum Eidfjord í fylkinu Vestland í Noregi, klukkan 04:19 að staðartíma laugardagsmorguninn fjórða júní í ár.

Í sama firði, sem heitir reyndar öðru nafni á þeim slóðum, er þessi brú sem heitir Hardangerbrua. Brúin kemur efni fréttarinnar ekki mikið við, nema ef hægt væri að segja að svona höfum við mannfólkið áhrif á tónlist náttúrunnar; með því að bæta við áherslum í hana, eins og til dæmis þessari brú.

Hardangerbrú

Gríðarlegt mannvirki sem gaman er að keyra yfir. Þar er hægt að hlusta á FM Trölla á netinu, á trolli.is/gear/player/player.php