Mikið mæðir á heilbrigðisstarfsfólki um þessar mundir.

Landsmenn eru þeim afar þakklátir fyrir þá þrotlausu vinnu sem þeir inna af hendi og hugsa til þeirra með hlýhug og þakklæti.

Primex Iceland á Siglufirði sýndi þakklæti í verki og færði starfsfólki HSN í Fjallabyggð gjafapoka sem innihélt Chito Care handáburð og græðandi sprey fyrir sárar hendur.

Vegleg gjöf frá Primex Iceland
Starfsfólkið sendir Primex Iceland innilegar þakkir fyrir


Myndir: Guðrún Helga Kjartansdóttir

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem ritar - Trölli áskilur sér rétt til að eyða óviðeigandi ummælum.