Gestaherbergið opnar í dag og verður á dagskrá FM Trölla klukkan 17:00 til 19:00 eins og venjulega.

Ástin mun ráða ríkjum í þættinum í dag og þá sérstaklega tónlistin úr myndinni Love Actually sem er í miklu uppáhaldi hjá Helgu. Palli hefur ekki enn séð myndina en þessi jól ætlar hann að gera tilraun til að horfa á hana.

Áhættulag, Tónlistarhorn Juha, afmæliskveðjur og óskalög. Þetta verður allt nokkurn vegin á sínum stöðum í þættinum.

Missið ekki af þættinum Gestaherbergið sem er sendur út í beinni útsendingu úr studio III í Noregi á FM Trölla og á trölli.is

Mynd: pastposters.com