Á 672. fundi bæjarstjórnar þann 23. október 2020 lagði Forseti bæjarstjórnar til og bæjarráð samþykkti að farið verði í upptökur á bæjarstjórnarfundum og þeim streymt í beinni útsendingu fyrir íbúa til að auka gagnsæi og aðgengi að upplýsingum um sveitarfélagið.

Bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna tillögu að útfærslu og leggja fyrir bæjarráð. Lagt var fram minnisblað markaðs- og menningarfulltrúa, dags. 30.11.2020 þar sem fram kemur að kostnaður við upptökur af bæjarstjórnarfundum er áætlaður kr. 780.000 vegna tækjakaupa og tæknimála.

Bæjarráð samþykkir kostnað vegna tækja- og tæknimála að upphæð kr. 780.000 og vísar í viðauka nr. 33/2020 við fjárhagsáætlun 2020.

Fundir verða sendir út í streymi, hljóð og mynd, ásamt því að þeir verða aðgengilegir fljótlega að afloknum fundi.