Framtíðarsýn um heilbrigðisþjónustu við aldraða verður meginefni heilbrigðisþingsins föstudaginn 20. ágúst sem hefst kl. 9.00 með ávarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Fólk er hvatt til að fylgjast með áhugaverðu þingi í beinu streymi og taka virkan þátt í gegnum forritið Slido. Streymt er á vefnum www.heilbrigdisthing. Þar eru nánari upplýsingar um efni þingsins, m.a. um gestafyrirlesarann Dr. Samir Sinha öldrunarlækni sem er eftirsóttur víða um lönd sem sérfræðingur í stefnumótun innan heilbrigðiskerfa og á sviði þjónustu við aldraða. 

Upplýsingar um notkun forritsins Slido eru á vef þingsins.

Þátttaka með Slido

Þeir sem fylgjast með streymi frá þinginu geta tekið þátt í því í gegnum forritið www.slid.do þar sem aðgangskóðinn er #Hthing21 eða sótt Slido-appið í Apple Store eða Google Play og notað sama aðgangskóða, þ.e. #Hthing21 til að skrá sig inn. Fundarstjóri mun fara vel yfir þetta við upphaf útsendingar frá þinginu.