Í kvöld kl. 20 verður bein útsending frá SR-Byggingavörum þegar þátturinn Tíu Dropar verður sendur út þaðan.

Í þættinum verður dregið í jólaleik SR-Bygg eins og undanfarin ár á þorláksmessu. Vinningar í jólaleiknum hafa alltaf verið mjög veglegir og verður svo einnig nú.

Umsjónarmenn þáttarins verða venju samkvæmt “Tröllahjónin” Gunnar Smári og Kristín Sigurjónsdóttir.

Fylgist með þættinum Tíu Dropar á FM Trölla í kvöld kl. 20.

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is