Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á fundi  24. febrúar 2021 tillögu að deiliskipulagi fyrir Depla í Fljótum.

Á Deplum í Fljótum í Skagafirði tekur deiliskipulagið til um 9,3 ha lands, sem er skilgreint í gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, sem verslunar- og þjónustusvæði.

Megininntak deiliskipulags tekur til núverandi veiði- og gistihúsa, reits og stækkunarmöguleika með nýjum reit og er gert ráð fyrir allt að 3000m2 byggingarmagni samanlagt á báðum reitum. Þá er settur út byggingarreitur þar sem er ætlunin að byggð verði allt að 250m2 þjónustubygging fyrir ferðamenn.

Einnig eru settir út 2 reitir sem eru ætlaðir til afmörkunar fyrir eldsneytisgeymslur og eldsneytisdælur.

Aðkoma að svæðinu er af Ólafsfjarðarvegi.

Greinargerð fyrir Depla
Uppdráttur fyrir Depla