Félagsmála- og fræðslusvið- og menningarsvið Dalvíkurbyggðar hafa gert samning við Heilsu- og sálfræðiþjónustuna á Akureyri.

Samningurinn er til 3 ára og snýr að fræðslu, faglegri ráðgjöf og greiningum. Þessi samningur er liður í bættri þjónustu við íbúa og starfsfólk Dalvíkurbyggðar.

Þeim aðilum sem vilja nýta sér þjónustu Heilsu- og sálfræðiþjónustunnar er bent á að hafa samband við félagsmálasvið eða viðeigandi skólastofnun til þess að fá tíma.