Skíðasvæðið í Skarðsdal við Siglufjörð var opnað síðastliðinn laugardag. Um helgina mættu liðlega 100 manns, sem þykir mjög gott miðað við að var verið að opna. Heimafólk mætti vel að sögn Egils Rögnvaldssonar umsjónarmanns. “Hér voru líka krakkar úr Reykjavík að æfa og þau brostu hringinn” sagði Egill.

Færið er mjög gott núna og því ágætt tækifæri til að bregða sér á skíði. Sala vetrarkortanna hefur gengið mjög vel.

Skíðasvæðið er opið virka daga kl. 14 – 19 og um helgar kl. 11 – 16.

Nánari upplýsingar, veðurstöð og fleira má finna á skardsdalur.is