Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í boccia fór fram í Síkinu á Sauðárkróki helgina 20.-22. október.

Siglfirðingurinn Sigurjón Sigtryggsson frá Snerpu kom sá og sigraði og fagnaði Íslandsmeistaratitli í 1. deild í fyrsta sinn. Líkast til er um að ræða fyrsta Íslandsmeistaratitil Snerpu í einliðaleik í boccia en sú fullyrðing bíður nánari staðfestingar.

Sigurjón hafði betur eftir góðan úrslitaleik gegn Guðrúnu Ólafsdóttur frá Firði en þetta er í annað sinn sem þau leika til úrslita um titilinn en árið 2019 mættust þau á Ísafirði þar sem Guðrún hafði betur.

Þá varð Þórey Rut Jóhannesdóttir frá Ösp Íslandsmeistari í rennuflokki og Ingi Björn Þorsteinsson varð Íslandsmeistari í flokki BC 1-5. Til hamingju Íslandsmeistarar helgarinnar en hér að neðan má sjá heildarúrslit mótsins.

1.  deild

1. sæti: Sigurjón Sigtryggsson, Snerpu

2. sæti: Guðrún Ólafsdóttir, Fjörður

3. sæti: Hjalti Bergmann Eiðsson, ÍFR

Mynd og heimild/ Hvati