Í morgun myndaðist bílaröð á Hlíðarvegi á Siglufirði.

Þarna er verið að taka Covid-19 sýni úr áhöfn Sólbergs ÓF 1. sem er að fara á sjó á laugardaginn. Svo það sé öruggt að það fari enginn smitaður út í næsta túr. Ljóst er að ýtrustu varkárni er gætt, enda búið að loka fyrir venjubundið aðgengi að heilsugæslunni.

Á meðfylgjandi myndum sem Steingrímur Kristinsson tók má sjá bílaröðina og starfsmenn HSN á Siglufirði að taka sýni úr áhöfninni sem sat í bílum sínum.

Myndir: Steingrímur Kristinsson

Frétt uppfærð.