Eins og lesendum er kunnugt hefur val á manni/félagasamtökum ársins á Ólafsfirði og á Siglufirði farið fram á Trölla.is og urðu björgunarsveitirnar Tindur í Ólafsfirði og Strákar á Siglufirði fyrir valinu.

Góð þátttaka var í tilnefningum, um 10% íbúa Fjallabyggðar tóku þátt og afar ánægjulegt að sjá hin jákvæðu ummæli sem fylgdu með öllum nöfnum sem send voru inn.

Nokkrir af þessum aðilum fengu margar tilnefningar þótt hér fylgi aðeins einn rökstuðningur af handahófi með hverjum og einum.

Ljóst er þegar litið er á þessa upptalningu að við búum í góðu samfélagi með fjöldann allan af einstaklingum sem vinna af heilindum fyrir heildina.

Lára Stefánsdóttir
– Hefur byggt upp góðan skóla og fær fólk til að vinna með sér.

Steingrímur Kristinsson
– Hefur unnið mikla og góða heimildarvinnu fyrir Siglufjörð og er enn að 85 ára.

Hákon Leó Hilmarsson 
– Bakarinn og bakvörðurinn mikli tók þátt í góðu gengi Knattspyrnufélags Fjallabyggðar og vann mjög óeigingjarnt starf hjá félaginu. Einnig er hann frábær bakari og vann til verðlauna sem besti bakaraneminn á landinu 2019.

Ragnar Már Hansson
– Fyrir fjöldamörg ár í sjálfboðastarfi hjá björgunarsveitinni Strákum og Smástrákum og nú líka sem sjúkraflutningamaður, hann er einn af þeim sem er alltaf til taks, svakalega úrráðagóður og með stórt hjarta, hugsar ætíð um hag annarra á undan sínum.

Allir íbúar Ólafsfjarðar
– Fyrir að standa saman í óveðrinu um daginn.

Birgir Ingimarsson
– Fyrir sitt starf hjá bænum. Sinnir frábæru starfi sem bæjarverkstjóri og lætur verkin tala!

Hilmar Símonarson
– Kraftlyftingar.

Guðrún Ósk Gestsdóttir
– Líkamsræktin sem hún er með er svo frábær og hlutirnir sem hún gerir er æði. mæli með þessu fyrir alla!

Jón Þorsteinsson
– Heimsklassa söngvari og góðmenni.

Anna Hermína
– Óeigingjarnt starf í þágu þeirra sem minna mega sín(fjölskylduhjálp) með því að safna saman gjöfum og koma þeim til barna og einstaklinga svo þau hafi kost á að opna allavega eina gjöf á jólunum💕

Skíðafélag Ólafsfjarðar
– Eru allt í öllu.

Andrés Magnússon
– Hefur unnið í fjöldamörg ár í þágu bæjarbúa.

Ida Semey
– Frábær veitingakona og hefur gefið staðnum nýjan svip.

Elías Þorvaldsson
– Enginn hefur stjórnað tónlistarnámi lengur né betur en hann.

Guðlaugur Magnús (Knúsi)
– Því hann er magnaður og frábær! Geggjaður verslunarstjóri og gerir allt fyrir fólkið sitt.

Rafn Erlendsson
– Því hann er alltaf í góðu skapi, alltaf hress. Elskar allt og alla, er duglegur í öllu, hann er í karlakórnum og alltaf tilbúin að hjálpa öllum! Hann er með stærsta hjarta í heimi. Frábær maður!

Kaffi Klara
– Buðu einstæðingum í mat með fjölskyldunni á jólunum.

Egill Rögnvaldsson
– Fyrir frábæra þjónustu á skíðasvæðinu sem er alltaf tipp topp ásamt þess að sjá um golfvöllinn sem er alltaf að verða flottari og flottari.

Starfsfólk MTR
– Góður skóli.

Gunna Hauks
– Fyrir framlag sitt til að halda gamla kirkjugarðinum snyrtilegum.

Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar
– Fyrir margvísleg verkefni í þágu samfélagsins.

Þórarinn Hannesson
– Vegna mikillar sjálfboða vinnu við fyrir Siglfirðinga, t.d Síldarævintýrið 2019, og svo stendur fjölskyldan hans að söfnun fyrir ungar fjölskyldur núna fyrir jólin. (Markmiðið er að styðja við bakið á ungum fjölskyldum á Siglufirði þar sem alvarleg veikindi barna eða foreldra eða önnur óvænt áföll hafa sett strik í reikninginn.

Hólmar Hákon Óðinsson
– Hann vinnur einstaka vinnu með ungmennum með sérþarfir í MTR. Hann er frábær talsmaður Fjallabyggðar.

Hrólfur rakari
– Hress og alltaf brosandi

Sigurjón Magnússon
– Snillingur i því sem hann gerir.

Gunnar Birgisson
– Fyrir frábæra stjórn

Guðmundur Ingi Bjarnason
– Jákvæður maður, lýsir upp umhverfið.

Bjarni Duffield
– Eini atvinnu íþróttamaðurinn á Siglufirði.

Ingvi Óskarsson
– Fyrir vaska framgöngu í að halda hitaveitunni gangandi þrátt fyrir rafmagnsleysi í Ólafsfirði.

Aðalheiður Sigríður Eysteinsdóttir
– Alla er skapandi listakona sem stendur fyrir fjölmarga listviðburðir sem laða fólk að alls staðar úr heiminum.

Guðmundur Óli Sigurðsson
– Fyrir mikla og góð vinnu við Síldarævintýrið 2019.

Hólmfríður Vídalín
– Glæsileg listakona.

Haukur Orri
– Frábær harmonikkuspilari – og flottur við móttöku skemmtiferðaskipa við Síldarminjasafnið.

Fjóla Sigmundsdóttir
– Hún er svo frábær manneskja.

Elín Arnardóttir, hjúkrunarfræðingur
– Fyrir frábær störf sín sem hjúkrunarfræðingur! Hún er bara best!

Tómas Atli Einarsson
– Fyrir störf sín í björgunarsveitinni og stjórn Fjallabyggðar.

Bakarahjónin á Siglufirði
– Eru til fyrirmyndar í rekstri og góð við starfsfólkið.

Magnús Magnússon
– Stendur sig vel sem formaður Björgunarsveitarinnar Stráka auka þessa að vera besta jólabarnið.

Sigurður Ægisson
– Vegna bókaskrifa.

Róbert Guðfinnsson
– Vakti Siglufjörð aftur til lífsins.

Örlygur Kristfinnsson
– Fyrir lífsstarfið.

Hörður Júlíusson
– Hann er hjálpsamur,greiðvikinn og hreykir sér ekki af því.

Tröllahjónin
– Auðga menningarlífið.