Fyrsti húsbíllinn kom í gær á Tjaldsvæði Ólafsfjarðar og dvaldi þar í nótt. Tjaldsvæðið lítur vel og lofar góðu fyrir sumarið.

Fyrir fjórum dögum var allt á kafi í snjó á tjaldsvæðinu, hann tók fljótt upp í þessum sumarhita sem var í gær.

Tjaldsvæðið í Ólafsfirði 11. maí. Mynd/Guðmundur Ingi Bjarnason

Guðmundur Ingi Bjarnason hefur í nógu að snúast þessa dagana við að undirbúa tjaldsvæðin í Fjallabyggð fyrir komandi sumar. Guðmundur Ingi verður umsjónaraðili á tjaldsvæðunum þremur og leggst sumarið vel í hann.

Tjaldsvæðið við Stóra Bola á Siglufirði. Mynd/Guðmundur Ingi Bjarnason

 

Tjaldsvæðið í miðbænum á Siglufirði. Mynd/Guðmundur Ingi Bjarnason