Fimmtudaginn 16. maí 2019, kl. 12:00, verður haldið uppboð á óskilamunum við lögreglustöðina við Þórunnarstræti á Akureyri.

Boðin verða upp reiðhjól, hlaupahjól, kerra, fjórhjól og aðrir óskilamunir sem verið hafa í vörslum lögreglunnar á Norðurlandi eystra í ár eða lengur.

Munir verða seldir í því ástandi sem þeir eru á söludegi og lögreglustjóri tekur enga ábyrgð á ástandi þeirra muna sem verða seldir.
Krafist verður greiðslu við hamarshögg.

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra.

 

Mynd: lögreglan í Reykjavík
Sjá einnig facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra