Nú er sumarleyfum lokið og skrifstofa skólans hefur opnað aftur.

Aðsókn var mikil í vor og er nú verið að fara yfir hverjir staðfestu skólavist með greiðslu, taka þá út sem ekki greiddu og taka inn af biðlistum.

Nemendur sjá í Innu í hvaða áfanga þeir eru skráðir og þar með hvort þeir hafa fengið skólavist.

 

Mynd: Gísli Kristinsson
Frétt: Menntaskólinn á Tröllaskaga