Í gær var Eyjólfur Eyjólfsson, umsjónarmaður Þjóðlagasetursins, við upptökur í tanki þeim sem stendur milli húsa Síldarminjasafns Íslands á Siglufirði.

Eyjólfur Eyjólfsson við upptökur

 

Eyjólfur hljóðritaði þar eigin verk sem hann hefur samið fyrir gjörningaverk, með samfélagslegri skírskotun, fyrir hollenska listakonu sem ber nafnið Wilma Marijnissen.

Í sumum verkunum er einnig sungið með langspilinu.

 

Sýningar á verkinu verða erlendis í september. Þar mun hópur fólks hreyfa sig innan um stóra steypu-skúlptúra á meðan tónlistin er leikin.

Verkið heitir TERRA MATER, sem er latína og þýðir Móðir Jörð. Gjörningurinn er með tilvísun í forneskju og goðafræði. Wilma fékk Eyjólf til að semja og leika tónlist á langspil, sem tengist miðalda tónheimi.

Hér sést einnig í raftónlistar-búnaðinn.

 

Eyjólfur notar einnig “lúppu” sem er raftónlistarleg nálgun við verkefnið. Með því má láta eitt langspil hljóma margfalt og mynda þannig fjölbreytilegan og tilkomumikinn hljóm. Hann syngur einnig með í sumum verkanna.

.

 

Eyjólfur leggur einnig stund á mastersnám í þjóðfræði við Háskóla Íslands, svo langspilið er honum kært á ýmsa vegu.

Frétt og myndir: Gunnar Smári Helgason