Deildarstjóri tæknideildar óskaði eftir heimild á 799. fundi bæjarráðs til þess að halda lokað útboð á framkvæmdum við göngu og hjólastíg meðfram þjóðvegi í þéttbýli, í gegnum Ólafsfjörð.

Bæjarráð veitti deildarstjóra tæknideildar heimild til þess að bjóða út í lokuðu útboði 1. áfanga þjóðvegar í þéttbýli í Ólafsfirði.

Eftirtöldum aðilum yrði gefin kostur á að bjóða í verkið:
Árni Helgason ehf.,
Smári ehf.,
LFS ehf.,
Bás ehf. og Sölvi Sölvason.