Lagt var fram erindi Guðmundar S. Jónssonar og meðfylgjandi greinargerð á 799. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar um verkefni sem snýr að því að koma sem mestu af sögu Knattspyrnufélags Siglufjarðar á stafrænt form. Óskað er eftir stuðningi Fjallabyggðar.

Erindinu var vísað til afgreiðslu starfsmanns og bæjarstjóra falið að óska eftir fundi með forsvarsmanni verkefnisins og afla nánari upplýsinga samkvæmt umræðum á fundi bæjarráðs.

Mynd/Ljósmyndasafn Siglufjarðar