Þátturinn er sendur út úr studio III í Noregi og í dag verður boðið upp á gamla tónlist. Þó fær ný tónlist að slæðast með.
Já, þetta er alveg þveröfugt miðað við í fyrri þáttum.

Þáttarstjórnandi hefur verið að hlusta á eldri tónlist alla seinustu viku á ýmsum streymisveitum. Þess vegna ákvað hann að gefa nýju tónlistinni dálítið frí í dag.

En þó verður spilað eitt alveg sjóheitt og glænýtt lag. Það er hljómsveitin Slagarasveitin sem gefur út og spilar lagið og mun það birtast á Spotify á morgun. Lagið heitir Einn dagur X Ein nótt og hægt er að lesa meira um lagið í þessari frétt. Það er með mjög góðfúslegu leyfi Slagarasveitarinnar sem FM Trölli fær að spila lagið fyrst útvarpsstöðva opinberlega, og það í þættinum Tónlistin.

Myndin hér að ofan er frá Larvik í Noregi, en þar er hægt að hlusta á FM Trölla, eins og út um nánast alla jarðkúluna á trolli.is, sé netsamband í boði.
En annars er FM Trölli með útsendingatíðnina 103,7 á hlustunarsvæðum sínum á norðvestur Íslandi.