Lögð var fram dagskrá dagdvalar og dagþjónustu/félagsstarfs aldraðra í Fjallabyggð fyrir veturinn 2018 – 2019. á 113. fundi Félagsmálanefndar Fjallabyggðar.

Gert er ráð fyrir að hádegismatur verði á boðstólum tvisvar sinnum í viku í Húsi eldri borgara á Ólafsfirði, á mánudögum og miðvikudögum.

Breytingar verða gerðar á handavinnutímum í Hornbrekku þar sem áður hefur verið boðið upp á handavinnu tvisvar sinnum í viku fyrir þátttakendur í félagsstarfi en í vetur verður handavinnan í Hornbrekku einungis í boði á fimmtudögum, frá kl. 13-16. Á móti verður handavinna í Húsi eldri borgara á mánudögum frá kl. 13-16.

Vegna notkunar grunn- og framhaldsskóla á íþróttamiðstöð er ekki unnt að bjóða upp á sömu tíma og verið hafa í vatnsleikfimi. Vatnsleikfimin á Ólafsfirði verður á þriðjudögum kl. 14:30 og föstudögum kl. 11:00. Á Siglufirði er gert ráð fyrir að vatnsleikfimin verði á mánudögum kl. 9:00 og á miðvikudögum kl. 10:00 árdegis. Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á dægradvöl fyrir íbúa Hornbrekku og notendur sem þangað sækja dagdvöl.

 

Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir