Heilbrigðisstofnun Norðurlands hefur ráðið Bryndísi Lilju Hallsdóttur í starf mannauðsstjóra.

Bryndís Lilja Hallsdóttir

 

Bryndís er með B.S. gráðu í sálfræði frá HÍ og meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá sama skóla. Bryndís hefur unnið hjá Sveitarfélaginu Skagafirði frá 2015 sem verkefnastjóri og mannauðsstjóri. Hún býr í Skagafirði og verður með starfsaðstöðu á Sauðárkróki. Bryndís mun koma til starfa hjá HSN 1. janúar 2019 að loknu fæðingarorlofi og er hún boðin velkomin til starfa.

 

Forsíðumynd: Gunnar Smári Helgason
Frétt og mynd af BLH: hsn.is