Mánudaginn 11. apríl gefur Slagarasveitin út nýtt lag.
Frá upphafi hafa meðlimir hljómsveitarinnar Slagarasveitin lagt sig fram um að gefa út lög af fjölbreyttum toga, ólíkar tegundir popp- og rokklaga, ljúfar ballöður og kántrýskotna slagara.

Slagarasveitin elskar fjölbreytileikann!

Nú er komið að diskólagi frá hljómsveitinni. Lagið Einn dagur X Ein nótt er diskólag, þungur taktur trommu og bassa, hljóðgerflar og þessi klassíski funk/soul gítar. Þeir fengu til liðs við sig unga söngkonu að norðan, Ástrósu Kristjánsdóttur sem túlkar lagið af innlifun og gleði. Ástrós er frábær söngkona og já, hún fer á kostum.
Lagið sjálft er eftir Ragnar Karl Ingason og textinn eftir Skúla Þórðarson.
Skilaboð frá Slagarasveitinni eru: “Látum okkur hlakka til því nú er diskó, dans og fjör framundan. Látum lagið Einn dagur X Ein nótt hljóma í vor og sumar!

Þeir hlustendur sem verða með stillt á FM Trölla fá smá forskot á sæluna því lagið verður frumflutt á stöðinni í dag, sunnudag.
Lagið kemur svo á Spotify á mánudaginn 11. apríl.

Mynd: Slagarasveitin