Árgangur 1951 á Siglufirði kom saman helgina 23. – 24. júlí á Sigló.

Tókst árgangsmótið stórvel enda blíðskaparveður og bærinn skartaði sínu fegursta.

Árgangurinn kom saman bæði á föstudeginum og lagardeginum, meðal annars hittust þau í sal Slysavarnardeildarinnar, fóru í Siglufjarðarkirkju, borðuðu saman á Rauðku og dönsuðu fram á rauða nótt þar sem Birgitta Þorsteinsdóttir þeytti skífum.

Auk þess að hittast og skemmta sér gaf hópurinn Slysavarnadeildinni Vörn peningagjöf. Ekki hefur peningagjöfinni enn verið ráðstafað, en af nægu er að taka hjá deildinni.

Mynd/ af facebooksíðu Slysavarnardeildarinnar