Gestaherbergið verður á dagskrá í dag á FM Trölla og trolli.is.

Þema þáttarins í dag er leiðrétting/ar. Ef þú hlustandi góður ert með tillögu að lagi sem fjallar um að leiðrétta þá getur þú komið því á framfæri á Facebooksíðu þáttarins sem er facebook.com/gestaherbergid.

Áhættulagið verður á sínum stað og líklega fáum við lag úr Tónlistarhorni Juha í Danmörku.

En annars spjall og tónlist, svona eins og venjulega.

Á myndinni sést í veitingastað sem er staðsettur á brú yfir hraðbrautinni E18 í fylkinu Vestfold, Noregi. Þar inni et hægt að hlusta á FM Trölla eins og víðar um heiminn á trolli.is

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is