Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir

Fjölskyldusvið Húnaþings vestra heldur utan um, félags- og fræðsluþjónustu sveitarfélagsins ásamt því að sinna barnavernd.

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs ritar enn fremur á vef Húnaþings vestra:

“Undanfarið hefur verið mikið rætt um það í þjóðfélaginu svokallaða skólaforðun ungmenna og er þar átt við að börn á unglingastigi séu að forðast að mæta í skólann. Við hérna í okkar samfélagi höfum ekki verið undantekning á þessu vandamáli og höfum við séð það sl. vetur að skólaforðun er hér við skólann.

Samþykkt hefur verið að ráða inn starfsmann til reynslu í eitt ár á Fjölskyldusvið til að sinna betur þessu verkefni ásamt öðrum verkefnum á sviðinu.

Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir, kennari hefur verið ráðin í starfið frá og með 15. ágúst. Hún kláraði kennararéttindin fyrir átta árum og starfaði áður sem stuðningsfulltrúi við Grunnskólann. Guðrún hefur verið umsjónakennari sl. ár bæði á unglinga og miðstigi og unnið að ýmsum málum innan skólans eins og agamálum og fleira. Við  bjóðum Guðrúnu Ósk velkomna til starfa.”