Siglfirðingurinn Fannar Vernharðsson reiddi fram dýrindis fiskrétti úr íslensku hráefni, í sælkeraveislu sem fram fór í húsnæði Transgourmet Seafood í Bremerhaven en fyrirtækið, sem er stór dreifingaraðili á þýska markaðinum, er þátttakandi í IRF verkefninu.

Fannar er sonur Siglfirðinganna Vernharðs Hafliðasonar og Huldu Kobbelt, og tengdasonur Önnu Hreinsdóttur sem einnig er frá Siglufirði.

Fyrirtækið Transgourmet leggur sérstaka áherslu á að upprunatengja vörur sem keyptar eru frá Íslandi.

Fulltrúi frá Íslandsstofu hélt tvær kynningar þar sem hann sagði m.a. frá IRF verkefninu, vottun, sjálfbærni og útflutningi á íslenskum fiski inn á Þýsklandsmarkað, auk almennrar landkynningar.

Veitingageirinn.is birti ítarlega grein um þetta með fleiri myndum.

 

Fannar Vernharðsson