Dúettinn Guðný & Stefán var að gefa út nýtt lag sem hefur verið að gera góða hluti á netinu og samfélagsmiðlum síðustu daga.

Lagið er draumkennt og ljúft í country pop stíl með einlægum texta og fer beint í spilun á FM Trölla – rólegu deildina.

Hér má sjá afar fallegt myndband lagsins, þar sem sjá má náttúru Íslands í allri sinni dýrð.


Lag: Mig dreymir þig
Flytjandi: Guðný & Stefán

Höfundur lags: Stefán Örn Viðarsson
Höfundur texta: Guðný Lára Gunnarsdóttir

Aðalflytjandi: Guðný Lára Gunnarsdóttir
Bakraddir og hljóðfæraleikur: Stefán Örn Viðarsson
Upptaka og hljóðblöndun: Stefán Örn Viðarsson
Mastering: Skonrokk studios

Guðný & Stefán er dúett sem hefur áður getið sér gott orð með hljómsveitum eins og Rökkvu og Myrká. Einnig stofnuðu þau hin víðfræga Kórónukór sem gerði garðinn frægann í fyrstu Covid bylgjunni. Guðný & Stefán hafa í mörg ár unnið saman, tekið upp tónlist og haldið tónleika bæði hérlendis og erlendis og hafa komið víða við.

Hér má finna lagið á Spotify