Til að kanna áhuga á sameiginlegu markaðsátaki og kynningu á aðstöðunni í Dalvíkurbyggð er hagaðilum boðið til samtals á kynningarfundi á vegum Dalvíkurbyggðar miðvikudaginn 27. apríl kl. 13:00 í Upsa, fundarsal 3. hæð Ráðhúss Dalvíkur.

Þeir sem veita þjónustu til skipa og báta eða hafa áhuga á að taka þátt eru hvattir til að mæta á fundinn og kynna sér verkefnið.