Lögreglan á Norðurlandi vestra gaf út fyrir skömmu tilkynningu varðandi stöðu smita í umdæminu eftir póstnúmerum.

Alls eru 11 með Covid-19 á Norðurlandi vestra og 47 í einangrun.

Tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra

“Því miður er covid-19 komið aftur á stjá. Meðfylgjandi er tafla yfir stöðuna í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra, eins og hún er núna í dag 28.júlí.

Smit eru að greinast í flest öllum umdæmum landsins og þrátt fyrir að ekki séu smit í öllum póstnúmerum okkar hér á Norðurlandi vestra þá mega íbúar umdæmisins ekki gleyma sér á verðinum.

Munum okkar persónulegu sóttvarnir og umfram allt munum að við erum öll almannavarnir.”