Það er LOKSINS komið að því að fara að hlusta á nýju lögin í Eurovision.

Í þessari viku tökum við helminginn af lögunum fyrir, hlustum á nokkur eldri lög (eða önnur sem tóku þátt í forkeppni) og heyrum í Eurovisionaðdáanda.

Krossum fingur um að allt rafmagn haldist á sínum stað svo þátturinn fari í loftið á réttum tíma.

Gleðibanki Helgu er útvarpsþáttur þar sem allt fjallar um Eurovision og er hann alla föstudaga kl. 13:00-15:00 á Trölli FM 103.7 og á www.trolli.is.

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is.

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is