Lagt fram til kynningar á 748. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar yfirlit um stöðu framkvæmda miðað við stöðu bókhalds þann 24. júní 2022.

Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum af því að einungis sé búið að framkvæma um 26% af framkvæmdaáætlun miðað við bókfærða stöðu.

Bæjarráð kallar jafnframt eftir greinargerð Ármanns V. Sigurðssonar deildarstjóra tæknideildar um framkvæmdaáætlun ásamt tímasettri áætlun um útboð verkefna.