Á 742. fundi bæjarráðs samþykkti bæjarráð Fjallabyggðar að fela deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að vinna viðauka í samræmi við framlögð gögn og leggja fyrir bæjarstjórn varðandi kaup á bifreið fyrir slökkvilið.

Lagður fram viðauki nr.12 við fjárhagsáætlun 2022 þar sem áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu er kr. 907.000.- og fjárfesting kr. 2.800.000.- vegna kaupa á bifreið fyrir slökkvilið.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr. 3.707.000.- og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.