Á síðasta fundi Bæjarráðs Fjallabyggðar sem haldinn var 22. október var lagt fram fram erindi Bertu Daníelsdóttur framkvæmdastjóra Íslenska sjávarklasans, dags. 14.10.2019 þar sem fram kemur að Blái herinn, Plokk á Íslandi og Íslenski sjávarklasinn hafa tekið höndum saman um að hvetja sveitarfélög og landsmenn alla til þess að loka betur ruslatunnum svo koma megi í veg fyrir að rusl úr heimilistunnum berist út á götur og haf.

Skorað er á sveitarfélög að taka þessi mál föstum tökum og bjóða bæjarbúum upp á einfaldar lausnir til að loka sorptunnum s.s. teygjufestingar.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna kostnaðar við kaup á einföldum lausnum til að loka sorptunnum.