Í síðustu viku voru sex sænskir nemendur í heimsókn í Grunnskóla Fjallabyggðar og tóku þeir þátt í skólastarfinu. Þeir bjuggu hjá fjölskyldum nemenda í 10. bekk á meðan á dvölinni stóð.

Um er að ræða eTwinning verkefni milli grunnskólans og Rödebyskolan í Karlskrona í Svíþjóð.

Verkefnið hefur yfirskriftina Värdegrundsarbete þar sem nemendur skoða hvaða leiðir eru notaðar til að vinna gegn einelti í skólunum. Kennarar sem stýrðu verkefninu voru þau Halldóra Elíasdóttir umsjónarkennari í 10. bekk og Ómar H. Sigurðsson kennari í Karlskrona ásamt Christina Engman.

Næsta vor fara nemendur í Grunnskóla Fjallabyggðar í samskonar heimsókn til þeirra.

 

Mynd: Grunnskóli Fjallabyggðar