Matvælastofnun varar neytendur sem eru með ofnæmi eða óþol fyrir eggjum við Þristamús frá Salathúsinu ehf. Egg eru ekki merkt í innihaldslýsingu á vörunni. Fyrirtækið hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vöruna.

Innköllunin á við allar best fyrir dagsetningar til og með 21.02.2022

Neytendur sem keypt hafa vöruna og sem hafa ofnæmi eða óþol fyrir eggjum og afurðum úr þeim eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga.