Haust er ein af árstíðunum fjórum. Hinar eru vetur, vor og sumar.

Fátt er fallegra en haustlitirnir sem skarta sínu fegursta um þessar mundir. Ólafsfirðingurinn Guðný Ágústsdóttir lætur fallegan haustdag ekki framhjá sér fara til að fara í göngutúr með myndavélina og fanga litadýrðina eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Á norðurhveli jarðar eru mánuðirnir september, október og nóvember almennt taldir til hausts, en á suðurhveli eru mánuðirnir mars, apríl og maí haustmánuðir.

Veðurstofa Íslands telur haust vera október og nóvember. Á haustin styttir dag mjög hratt og í kjölfarið kólnar og gróður sölnar.


Myndir/Guðný Ágústsdóttir
Heimild/Wikipedia