Bæjarstjórn Fjallabyggðar tók fyrir á 190. fundi sínum fimmtudaginn 30. júlí, málefni sem snýr að vanefndum bæjarins við Róbert Guðfinnsson.

Á 639. fundi bæjarráðs þann 11. febrúar sl. var tekið fyrir og afgreitt erindi Róberts Guðfinnssonar, f.h. Rauðku ehf., þar sem óskað var eftir því við Fjallabyggð að sveitarfélagið skipaði tvo fulltrúa í sérstakan viðræðuhóp í samræmi við efni B-hluta svokallaðs „Fimm liða samkomulags Fjallabyggðar og Rauðku ehf. frá 2012.“

Á 182. fundi bæjarstjórnar 11. mars voru bæjarstjóri og Ásgeir Örn Blöndal, lögmaður, skipaðir í viðræðuhópinn, f.h. Fjallabyggðar. Viðræðuhópurinn kom fyrst saman þann 30. mars sl. Hittist hópurinn alls fjórum sinnum á fundum. Auk umræddra fjögurra funda fundaði viðræðuhópurinn einnig þann 16. júlí sl. með sérstökum oddamanni sem skipaður hefði verið að ósk Rauðku ehf., í samræmi við ákvæði samkomulagsins, til að fara nánar yfir samkomulagið og leita lausna þar sem mögulegur ágreiningur væri til staðar.

Á umræddum fundi viðræðuhópsins með oddamanni lögðu fulltrúar Rauðku ehf., (Selvíkur ehf.) fram tillögu sem felur í sér að Fjallabyggð undirgangist skuldbindandi samkomulag, þ.e. sem væri þá viðbót eða til frekari fyllingar á efni samkomulagsins frá 2012, þess efnis lokið verði við framkvæmdir í miðbæ Siglufjarðar og á Leirutanga á yfirstandandi kjörtímabili.

Bæjarstjórn telur sér ekki fært að samþykkja tillögu frá Rauðku ehf., að skuldbindandi samkomulagi sem lagt var fram á fundi viðræðuhóps með oddamanni dags. 16. júlí 2020. Sveitarfélagið væntir þess að geta átt í góðum samskiptum við Rauðku til lengri framtíðar um framgang verkefna sem snúa að þróun sveitarfélagsins í samræmi við ákvæði samkomulagsins frá 2012.

Lögð fram drög að svari Fjallabyggðar dags. 31. júlí 2020 við framkominni tillögu fulltrúa Rauðku ehf. um gerð skuldbindandi samkomulags, ásamt öðrum skjölum málsins s.s. bréfum, minnisblöðum og fundargerð fundar með oddamann.

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum framlögð drög að svarbréfi til Rauðku ehf., vegna tillögu félagsins um gerð sérstaks samkomulags og felur bæjarstjóra að senda bréfið á fulltrúa Rauðku ehf.

Einnig má sjá samskipti Róberts Guðfinnssonar og Fjallabyggðar í skjólum hér að neðan.
Svarbréf til Rauðku ehf – dags. 28.07.2020

Minnisblað til Rauðku ehf og tengdra aðila – dags. 31.5.2020

Bréf til Lagastofnunar frá Selvík ehf dags.8.06.2020

Minnisblað frá deildarstjóra tæknideildar dags. 12.02.2020

Vanefndir Fjallabyggðar – bréf frá Rauðku ehf – dags. 03.02.2020

Bókun bæjarstjórnar -svarbréf dags. 13. mars 2020

Minnisblað fulltrúa Rauðku ehf. dags. 26.03.2020

Tilnefning fulltrúa í viðræðuhóp – dags, 17.03.2020

Samantekt v. samkomulags frá deildarstjóra tæknideildar dags. 31.03.2020

Bréf frá Rauðku ehf dags. 26.05.2020

Samkomulag Rauðku og Fjallabyggðar dags. 28.04.2012

Fundargerð fundar viðræðuhóps 16-7-2020 ásamt fylgiskjölum 1-3.pdf