Dagur nakta garðyrkjumannsins er fyrsti laugardagur í maí ár hvert og er því haldinn hátíðlegur í dag 1. maí.

Dagur nakta garðyrkjumannsins (DNG) var fyrst skipulagður árið 2004 af Mark Storey, ritstjóra tímaritsins Nude & Natural og Jacob Gabriel vistræktarmanni.

Gera má ráð fyrir að fjöldi fólks um heim allan skelli sér út í garð í dag og sinni garðverkunum naktir, í tilefni af World Naked Gardening Day, eða Nakta garðyrkjudeginum.

Það er sennilegt að Íslendingar verði að láta sér duga gróðurhús til að njóta dagsins, þó er aldrei að vita því það eru víða rauðar tölur í veðurspá dagsins.

Mynd/ pixabay