Lagt er fram frumvarp að fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027 á 814. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar með áorðnum breytingum á milli umræðna.

Helstu niðurstöður;
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta er jákvæð um kr. 5.666.000. Árið 2025 er hún jákvæð um kr. 55.393.000, árið 2026 um kr. 70.028.0000 og árið 2027 kr. 93.177.000.
Rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð um kr. 19.609.000 árið 2024.
Fjárfestingar og framkvæmdir Samstæðu A- og B- hluta eru kr. 349.050.000 og árin 2025-2027 kr. 1.155.000.000. Áætlaðar framkvæmdir og fjárfestingar 2024-2027 eru kr. 1.504.050.000.
Áætlað er að allar framkvæmdir verði fjármagnaðar með veltufé frá rekstri. Því er ekki gert ráð fyrir lántöku á tímabilinu.
Veltufé frá rekstri fyrir Samstæðuna A- og B- hluta árið 2024 er áætlað kr. 414.842.000 og handbært fé frá rekstri kr. 359.312.000.

Bæjarráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum frumvarp að fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027 eins og það liggur fyrir og vísar því til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Hvað varðar fjárfestingaáætlun sveitarfélagsins þá beinir bæjarráð til bæjarstjórnar að lögð verði áhersla á forvinnu stærri verkefna næstu ára og tryggja þannig að undirbúningur verði vandaður. Áhersla næsta árs ætti því að vera á smærri verkefni og verkefni sem eru tilbúin til útboðs.