Að fara á Antik og flóamarkaði er skemmtilegt áhugamál sem greinarhöfundur hefur stundað lengi og það er alltaf gaman að finna gamla fallega muni og ekki síst hitta skemmtilegt fólk í litlum bæjarfélögum hérna á vesturströnd Svíþjóðar.

Endurvinnslulistamaðurinn Safar Kalhor er sjálflærður listamaður og skapar hann hina ótrúlegustu hluti úr gömlu brotajárni.

 

Það kom mér mjög svo á óvart að á litlum flóamarkaði Hunnebo Loppis & Kuriosa í Hunnebostrand að hitta ótrúlegan endurvinnslulistamann sem rekur lítið verkstæði á sama stað. Hann heitir Safar og hann kom hingað sem flóttamaður frá Íranska Kurdistan fyrir nokkrum árum og rekur hér verkstæði þar sem hann gerir við reiðhjól, sláttuvélar og allskyns tól og tæki fyrir alla hér í Hunnebostrand og nágrenni.

 

Fjármálahrunið heitir þetta listaverk (Börsfallet) Hrikalega flottur lampi byggður úr sænskri og erlendri mynt, alltsaman logsoðið saman af mikilli nákvæmni.

 

Ef þið viljið sjá meira af sköpunarverkum Safars á getið þið kíkt á Facebook síðuna hans hér: Hunnebo Verkstad.

Hægt er að gera pantanir á ensku gegnum síma 00-46 709 40 44 22 (Carin) eða senda tölvupóst á carin.koch@live.se

 

Flottur lampi með krönum og þrýstimæli og öllu.

 

Þessi lampi lítur út eins og bjórkranar.

 

Litlir kertastjakar, athugið að konan er gerð úr gamalli öxi.

 

Svört reiðhjólakeðju ljósakróna. Það var önnur þarna sem var silfurlituð.

 

Mávurinn með fisk í gogginum er á útsölu. Trompetlampi til vinstri.

 

Glæsilegt brotajárns stofuborð með glerplötu ofan á svífandi skrúfum, tannhjólum og fl.

 

Brotajárnsfiskur.

 

Keðjugólflampi.

 

Sólrósarblómavasi.

Hægt er að sjá meira um Hunnebostrand í grein hér á trolli.is: FERÐASAGA: HEIMSÓKN TIL HUNNEBOSTRAND

KÆR KVEÐJA.

NONNI BJÖRGVINS

LISTA YFIR AÐRAR GREINAR EFTIR JÓN ÓLAF BJÖRGVINSSON Á TRÖLLI.IS FINNUR ÞÚ HÉR.

TEXTI OG LJÓSMYNDIR:
JÓN ÓLAFUR BJÖRGVINSSON