Snjó hefur kyngt niður á Siglufirði í nótt og í morgun. Þetta er fyrsti snjór vetrarins hér á Siglufirði en það snjóaði í Ólafsfirði um 20. september. Sjá frétt: Vetur konungur mættur

Af vefmyndavélum  á Trölli.is má sjá að það hefur snjóað mun minn í Ólafsfirði.

Siglufjörður 8. okt. 2018

Hjá Veðurstofu Íslands segir að veðrið næstu daga verði eftirfarandi:

Norðlæg átt 8-13 m/s norðantil á landinu með slyddu eða snjókomu, en yfirleitt rigningu við sjóinn. Hæg breytileg átt sunnan heiða og stöku skúrir eða slydduél.
Suðaustan 3-8 á morgun með skúrum eða slydduéljum, en rofar smám saman til um landið norðanvert.
Hiti 0 til 6 stig.

Fyrsti snjórinn

Hugleiðingar veðurfræðings

Sæmilegt haustveður í upphafi vikunnar, fremur hægir vindar, úrkomulítið og svalt, en hált á vegum og gangstéttum í morgunsárið.
Aðfaranótt fimmtudags nálgast dýpkandi lægð sunnan úr hafi og fer þá að hvessa hraustlega að austan og norðaustan.
Lægðinni fylgir öflugt úrkomusvæði sem mun fara yfir allt landið, en einnig hlýtt loft, sem staldrar þó stutt við.

Ólafsfjörður, eins og sjá má hefur snjóað mun minna í Ólafsfirði.

 

Siglufjörður, úr vefmyndavél á Trölli.is

 

Frétt og myndir: Kristín Sigurjónsdóttir