Veðurstofan hélt nýlega málstofu með nokkrum sveitarfélögum syðra. Þar kom fram að áhrif loftslagsbreytinga eru farin að hafa áhrif á kostnað sveitarfélaga.

Helstu áskoranirnar eru í fráveitumálum, en vegna þess að úrkomuákefð er að aukast þarf að huga að hönnun fráveitukerfa og fylgjast með á markvissan hátt hvernig reynir meira og meira á kerfin vegna yfirborðsvatns. Hafa sum sveitarfélög þegar sett upp veðurmælakerfi til að fylgjast með þróuninni.

Fleiri málstofur um sömu mál eru fyrirhugaðar á næstunni.

Sjá einnig á vedur.is

Frétt: Gunnar Smári Helgason
Mynd: vedur.is