Á síðasti fundi bæjarráðs var lagt fram erindi vegna umsóknar stýrihóps um heilsueflandi samfélag í Samfélags- og menningarsjóð Siglufjarðar.
Þar fékk stýrihópurinn styrk til kaupa á ærslabelg upp á 1.750.000 kr. sem staðsettur yrði í miðbæ Siglufjarðar. Óskað var eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna mögulegrar staðsetningar.

Deildarstjóri tæknideildar leggur fram 5 tillögur að staðsetningu.

Bæjarráð samþykkir að vísa til skipulags- og umhverfisnefndar að grenndarkynna staðsetningu ærlsabelgsins á Blöndalslóðinni við Lækjargötu.

Samfélags- og menningarsjóður Siglufjarðar styrkti stýrihóp um heilsueflandi Fjallabyggð um kaup á ærslabelg um 1.750.000 kr.

Samantekt: Kristín Sigurjónsdóttir
Mynd: af vef