Rafhlaupahjólaleigan Hopp hóf starfsemi sína á Dalvík í vikunni.

Til þess að byrja með verða þar 20 rafskútur sem hægt er að og leigja í gegnum Hopp appið.  

Appið er afar einfalt í notkun en þar getur þú séð staðsetningu á lausum rafskútum, tekið þær frá og leigt þær gegn hóflegu gjaldi. 

Hopp er með þessu að hefja starfsemi í öllum sveitarfélögum með fleiri en 1.000 íbúum.

Hopp Tröllaskagi sem rekur rafskútuleiguna er einnig með starfsemi í Fjallabyggð, en síðasta sumar voru farnar um 10 þúsund ferðir.

Aðsent