Ekki hefur farið fram hjá neinum á Siglufirði að fjöldi manns er við upptökur á sjónvarpsseríunni Ófærð 3 víða um bæinn.

Í gærdag voru meðal annars upptökur við Skálarhlíð og Sundlaugina.

Þann 9. október næstkomandi verða kvikmyndatökur við Siglufjarðar Apótek eftir kl. 16:00. Apótekinu verður ekki lokað á meðan en búast má við smá truflunum.

Kvikmyndaupptaka við Skálarhlíð