Rapparinn Daniil gaf út EP plötuna S4W á föstudaginn. Platan er unnin með pródúserunum Izleifur, Tommy on the track, BNGRBOY og Ágústi Karel.

Lagalisti

1. Lengra
2. Geekd      
3. Heimskir
4. Blicky       
5. Pælaí

Daniil. Mynd: Berglaug Petra

Um Daniil

Daniil er 19 ára gamall en fyrsta platan hans, 300 sem kom út í október 2019 hefur notið mikilla vinsælda og var lengi á lista yfir mest streymdu plötur landsins.

Daniil vinnur mikið með pródúsernum Tommy on the track en auk samstarfs hans við Tommy hefur hann unnið með rapparanum 24/7. Þá hefur Daniil einnig unnið með Birni, Joey Christ og Yung Nigo Drippin’.