Norðurstrandarleið er spennandi nýtt verkefni í ferðaþjónustu sem á að skapa nýtt aðdráttarafl á Norðurlandi og kynna landshlutann sem einstakan áfangastað.

Heildarmarkmið ferðamannavegarins Norðurstrandarleiðar er að skapa betri tækifæri fyrir ferðaþjónustufyrirtæki til að selja sínar vörur undir vörumerki Norðurstrandarleiðar og í leiðinni gera sig sýnilegri á innlendum og erlendum markaði.

Vegurinn, sem er um 800 kílómetrar, mun einnig hjálpa til við að fá ferðamenn inn á jaðarsvæðin svo þeir fari ekki bara á þekktustu ferðamannastaði Norðurlands.

Verkefnið fékk á dögunum 5 milljónir króna í styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og snýst um strandlengjuna og allt sem tengist henni.

Formleg opnun Norðurstrandarleiðar verður á degi hafsins, sem er laugardagurinn 8.júní 2019. Af því tilefni verða fjölbreyttir og skemmtilegir viðburðir við strandlengju Norðurlands.

Formleg opnun verður við Hvammstanga og Bakkafjörð laugardagurinn 8.júní 2019 kl.10 þar sem klippt verður á borða.

Hægt er að finna nánari upplýsingar á vef Markaðsstofu Norðurlands hér.

 

Mynd: Markaðsstofa Norðurlands